Quantcast
Channel: Stina Sæm bloggar um...
Viewing all articles
Browse latest Browse all 339

Sumar bloggpartý 2015

$
0
0

Muniði sumar-bloggpartýin hér um árið?
Nú ætlum við að halda nýtt sumar-bloggpartý og gera gott betur en síðast.

Hvað er blogg-partý? 

Eins og áður ætlum við að gera sumarlegann bloggpóst 
 og það má vera hvað sem er: sumarstemningin á pallinum, svölunum eða bara úti á bletti,
 sumarleg mataruppskrift eða ofursumarlegt föndur. Bara hvað sem þér dettur í hug og sýnir okkur að þú sért komin í sumargírinn á þínu bloggi.
Svo linkar þú þinn bloggpóst með hér í sumarpartýið og fylgist með því sem hinir setja inn.
og dömur mínar og herrar.....það er kallað blogg-partý.
(mundu bara að setja slóðina á bloggpóstin en ekki bara bloggið þitt) 

Síðast mættu fullt af frábærum bloggurum, með sumarbloggpósta hver örðum líflegri og sumarlegri Hér er smá sýnishorn af því sem við sáum þá:
Sumar bloggpartý 2012 og 2013
fb albúm
Svo ertu tilbúin að mæta í  bloggpartý?

Í þetta sinn er partýið haldið sameiginlega á nokkrum bloggum,
það eru sem sagt fleyri en einn gestgjafi að þessu partýi, svo það ætti aldeilis að verða líf og fjör.
Þetta er þó enn bara sára einfalt fyrir þig.
Þú þarft bara að setja bloggpóstinn þinn hér inn og hann birtist sjálfkrafa á blogginu hjá öllum hinum gestgjöfunum.
Neðst á síðunni er InLinkz hnappur sem þú notar til að setja bloggpóstinn inn og hann er virkur frá því kl 10 á Laugardeginum 6. Júni og út júnímánuð.




Viewing all articles
Browse latest Browse all 339