Quantcast
Channel: Stina Sæm bloggar um...
Viewing all articles
Browse latest Browse all 339

Layla´s Mint Lita Innblástur // Laylas Mint Color Inspiration

$
0
0
Hvernig líst ykkur á nýja seríu á blogginu? 
Þetta er sería sem er algjörlega í anda Svo Margt Fallegt, 
þar sem ég deili myndasyrpu með fallegum myndum innblástnum af einum lit frá Miss mustard seeds milk paint. 
Sumar myndirnar eru af hlutum máluðum í litnum sjálfum, aðrar eru einfaldega bara fallegar myndir þar sem liturinn er í aðalhlutverki. 
Eins og alltaf tengi ég link við myndirnar ef uppruninn er til staðar, svo hægt er að klikka á myndina og skoða meira .
Þessi nýja syrpa verður á laugardögum þar til allir 25 litirnir hafa verið byrtir. 
Við köllum nýju syrpuna:

 Milk Paint Lita Innblástur 

eða

 Milk Paint Color Inspiration.


Svo Margt Fallegt Litakort
Við byrjum á hinum milda mintu græna lit sem kom með Evrópu lital-ínunni í byrjun árs 2015



miss mustard seeds milk paint, mint green secretary makeover

Þessi hlýji, mintu græni litur var upphaflega sérblandaður fyrir Layla frá The Lettered Cottage.
Hann endaði á að vera hinn fullkomni græni fyrir nýju Evrópu línuna okkar og hér að ofan sérðu bloggpost um skápinn hennar Layla sem liturinn var sérblandaður fyrir.

Laylas mint dresser, a couple things about technique
Áhugaverður og flottur bloggpóstur þar sem gömul kommóða er tekin í gegn með Layla´s Mint.
Sjáið hversu dásamlega gömul og reynd hún er látin líta úr fyrir að vera, 
Í bloggpóstinum er farið aðeins yfir nokkrar aðferðir til að fá svona gamalt útlit.

heirloomphilosophy.blogspot.is
Af hverju ekki að mála gamla hurð mintu gæna?


Miss mustard seed´s blog. Layla´s mint dresser
Marian frá miss mustard seed, málaði þessa gömlu kommóðu þegar hún kynnti Layla´s mint til sögunar.

piccolielfi.it
Falleg mintugræn mubla, notuð í partýi með shabby chic þema.
Æðislegt þema þarna í gangi.


Bara smá Mintu grænn innblástur.




Þetta er algjör mintu klassík.

Minty House blog
Hvað á betur við en byrta eina mynd frá Minty House í þennan mintu innblástur
nordicbliss.co.uk
Fallegur innblástur frá Nordicbliss. 
Gamall skápur málaður í mildum mintugrænum í bland við sígild húsgögn.

The lettered cottage
Layla frá The Lettered cottage kann virkilega að meta Layla´s mint.
HOLLY BAKER In the fun lane
Mintu dásemd í svefnherbergið.
Vinatege Interior. Hannes dagbok
Dásamleg gömul hurð í fallegum myntu grænum lit frá Vintage interior. 
Hér er alvöru gömul slitin málning, sem hefur flagnað og slitnað í gegnum árin og fær að halda sér þannig..


Mintu grænn með bleikum bakgrunn. Dásemd!
En mér finst Layla´s mint passa vel með öllum bleikum tónum.

Layla´s mint og Arabeque eru tveir litir í evrópu línunni sem fara einstaklega vel saman, 
Hér eru blekir og mintugrænir litir á Poznan Markaði í Póllandi, 
Allar myndirnar eru frá Old red barn pinterest.

Næsta Laugardag skoðum við Svo margt fallegt innblásið af Arabeque bleikum.

Í Arabeque Lita Innblástur // Arabeque Color Inspiration

Hljómar það ekki vel?


Þið finnið alla litina frá Miss mustard seed´s Hér
Málninguna er hægt að nálgast á

Svo Margt Fallegt vinnustofunni 

Klapparstíg 9 230 Keflavík
eða senda mér línu og ég sendi um allt land.

Eigið góðann laugardag.
Kær kveðja


Stína Sæm

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Viewing all articles
Browse latest Browse all 339