Quantcast
Channel: Stina Sæm bloggar um...
Viewing all 339 articles
Browse latest View live

House tour in Reykjavík // Falleg íbúð í miðbæ Reykjavíkur


Hangandi plöntur // hanging planters

$
0
0
The Februar challengs at Urban jungle bloggers is hanging planters,
I did not have any hanging plant ready for a blogpost,
but I want to share some fav photos from the challengs
------
Febrúar áskorunin hjá Urban jungle bloggers var hangandi plöntur,
ég var að vísu ekki með neinar hangandi plöntur hér tilbúnar í bloggpóst,
en langar að deila með ykkur nokkrum myndum sem hafa verið með í þetta sinn.


Now I have Macramakre plant hangers on my mind,
and now I am learning to make one for my self.
--------
Nýjast æðið hjá mér eru sem sé hnýtt blómahengi,
og núna er ég að læra að hnýta þannig fyrir mig.
Spennó!


entermyattic.blogspot.fr


littlegreenfingers.dk


365tagehamburg.wordpress.com

laccentnou.blogspot.com.es

Flora inspo

twistedvi13.be

craftifair.com

bintihomeblog.com

Hugmyndaflug bloggarana var frábært þegar kom að því að hengja upp plöntur á heimilinum,
Svo ef þið viljið aðeins frumlegri hugmyndir en þær sem ég deildi hér 
þá bara klikkið á urbanjunglebloggers.com
og sjáið mun fleiri hangandi pottaplöntur.


En nú er ég farin að hnýta,
hafið það sem allra best,
Stína Sæm





fallegur fjallakofi

$
0
0
Ef ég ætti bústað sem ég væri að innrétta frá grunni, væri ég svo til í að hafa hann eins og þessi fallegi og hlílegi fjallakofi í Sviþjóð.
Sérstaklega finst mér eldhúsið vera fullkomið í svona bústað.
















Litríkir og fallegir túlipanar // Beautiful tulips

Lítil smart blokkaríbúð // small apartment but a cool interior, in todays house tour

$
0
0
Litil ibúð sem gæti verið hvaða blokkaríbúð sem er hér heima, 
en snilldarlega hönnuð þar sem hrá steypan og múrsteinsveggir (sem finnast að vísu ekki í blokkar íbúðum hér) spila stórt hlutverk á móti nútímahönnun og sígildum hlýlegum húsgögnum.
-------
Small apartment which could be any block apartment at all,
but brilliantly designed as raw concrete and brick walls, play a major role against modern design and traditional warm furniture.



















Lítil og litrík íbúð // small but colorful apartment

$
0
0
Pínulítil íbúð þar sem litir og munstur lifga upp á tilveruna svo um munar




















Lítil en stórglæsileg íbúð

Grænn drykkur á fallegum en köldum degi

$
0
0
Hér er allt á kafi í snjó í dag,
og ég hugsa til þess tíma þegar sólin baðaði pallinn í geislum sínum og ég fór út á pall með boostið mitt og settist við kofann til að sleikja morgunsólin, fletti blöðum og naut þess að finna hitan frá sólinni.


Núna bara bíð ég þolinmóð eftir heitari dögum og gleðst amk yfir því að græni drykkurinn minn verður kaldur og frískandi eftir útimyndatöku í fallegum en köldum snjónum.

og snjórinn er alveg einstaklega frískandi og falleg sviðsmynd,


og stólarnir við kofann þurfa að bíða aðeins lengur eftir morgunsólinni og notalegheitum

En þessi litli töffari er hæstánægður með snjóinn og kuldann og þefar ánægður upp í vindinn á þessum kalda degi.

Svo er bara að njóta þess að eiga frískandi og ískaldann grænan drykk þegar inn er komið.

Eigið góðann dag 
og munum bara að veturinn tekur enda og það kemur vor,
en í dag er fallegur nýfallinn snjór yfir öllu hér hjá mér og ég ætla bara að njóta þess.
kær kveðja 
Stina Sæm





Bloggstífla.... þegar konan hefur bara ekkert að segja

$
0
0
Hér er bloggpóstur um ekki neitt,


var búin að setja þessar myndir í bloggpóst í síðustu viku
en hafði bara ekkert um þær að segja,


Ætlaði eithvað að tjá mig um leikföngin
en.....
hætti alltaf við að gera bloggpóstinn.

En stundum er þetta bara svona,
stundum vantar þetta bara alveg og ég er einfaldlega með hugan við annað,
Svo ég ákvað að þessi bloggstífla ætti bara að vera efni dagsins,
og kanski myndi stíflan bresta og við gætum átt góða viku saman þar sem ég finn 
svo margt fallegt til að blogga um.


Eigið góðann mánudag
kær kveðja Stína Sæm







Töff íbúð í mánudagsinnliti // small apartment with many cool interior ideas

stílistar alvhemmaklari bregða á leik // Alvhemmaklari stylists go wild

$
0
0
Mér finst rosalega gaman að skoða nokkrar Sænskar fasteignasölur.... 
eins og þið hafið kanski tekið eftir í mánudagsinnlitinu. 
En á þessum síðum eru íbúðirnar teknar í gegn og stílistar raða upp og stílisera þær,  svo það er oft hægt að fá fullt af inspiration til að raða upp á heimilinu og heimilin eru gott efni í bloggpóst.

En svo rakst ég á eina íbúð, á einni af þessum fasteignasölum, sem án vafa hefur verið tóm og stílistar hennar hafa brugðið á leik og í þessari stórglæsilegu íbúð eru td bækur, kaktusar og hvítt leirtu staflað upp og úr verður listverk og alveg stórskemmtilegt sjónarspil.






















Í bómabúðinni... @ the flovershop

$
0
0
 Ég var að leysa af í Blómastofunni Glitbrá hér í Keflavík í gær 
og smellti þá af nokkrum myndum af dásemdunum þar.

En mér finst svo ósköp gott að vera aftur komin í blómabúð og vera umkringd fallegum hlutum og að sjálfsögðu fallegu blómunum. 


það er svo sannarlega ekki skortur á myndefni hvort sem er fyrir bloggið eða bara til að skella á Instagram eða facebook síðuna


En nú er ég farin að græa mig fyrir daginn og verð í Glitbráí allann dag, 
munið að fylgjast með Svo marft fallegt á Instagram og Facebook síðunni 
Ég er viss um að ég á eftir að skella inn einni mynd eða fleyrum úr búðinni í dag,
því að jeminn það er svo mikið, mikið fleira fallegt þarna sem freistar mín og gleður
og svo gaman er að mynda.


Hafið það sem allra best í dag
kær kveðja
Stína Sæm
sem er aftur orðin blómamær í bili.

DIY: dúkkuvagn og heklaðar dúkkur // DIY dolls pram and crochet dolls

$
0
0

Ég heklaði litla kúrudúkku fyrir ömmustelpuna mín í fyrra, (sjá hér)
og var eiginlega svo ánægð með hana og uppskriftin frá Lilleliis svo skemmtilega auðveld,
að ég ákvað um daginn að gera nýjar dúkkur og núna í tveimur litum.
-------
I crocheted a little cuddly-doll for my  granddaugther  last year (see here)
and was really happy with it and the recipe from Lilleliis so fun and easy,
so I decided the other day to make new dolls and now in two colors.


Þau fengu svo að sitja fyrir í vagninum sem húsmóðirin gerði um daginn.
(kíkjum betur á hann hér neðar í póstinum)
----
Here they are sitting in the pram the housewive made the other day.
(read more about it  below in this post)


og eiginlega er bara mikið skemmtilegra að stilla þeim upp 
og mynda þau svona tvö saman,
----
and really is just a lot more fun to set them up
and photograph the two of them together,



þau eru bara svo dásamlega krúttleg saman
------
they are just so wonderfully cute together


Lítil, mjúk og sæt.
----
So small, soft and cute



En eigum við að kíkja aðeins á vagninn sem þau sitja í?
----
Now lets look at the pram they sit in. Shall we?


Ég skellti mér í smiðatíma uppi í Virkjuní Ásbrú, 
----
I did take a lesson in Ásbrú


þar sem vinur minn hann Örn var til staðar og leiðbeindi með smíðina,
hér að ofan erum "við" að saga handfangið á vagninn..
(vil taka fram að nemandinn sagaði nú sjálf restina af vagninum haha)
----
where my friend Örn was assisting in the building,
above "we" are cutting the  handle of the pram ..
(want to make it clear that the student did cut the rest of the pram her self , with this scary saw ;) 


Nemandinn sérvitri vildi hins vegar taka vagninn ómálaðann með sér heim og mála hann með málningu sem ég átti til hér heima,
sem er alveg nátturuleg málning með fallegri antik áferð
----
The eccentric student  wanted to take the pram home unpainted and paint it with a paint I had at home,
which is a natural paint with beautiful antique finish,


sem hentar fullkomlega á svona gamaldags leikfang.
Í leiðinni var borðið hennar Írisar Lind málað, 
en var löngu búin að mála stólana sem hafa beðið nokkuð lengi eftir borðinu.
(deili myndum af borðinu og stólunum með ykkur á næstu dögum)
---
that suits perfectly for this kind of old-fashioned toy.
At the same time Iris Lind  table was painted,
but the chairs with it, were long time painted and have waited quite a long time for the table.
(share a photo of tables and chairs with you in the coming days)


Svo var alveg ótrúlega gaman að mála munstur á vagninn,
en það er hnadmálað með hvítu og gráu.
 Kom að vísu betur út á annari hliðinni en hinni, svo hann verður að sjálfsögðu alltaf myndaður frá betri hliðinni haha 
---
It was so much fun to paint the patterns on the pram,
but it is hand painted with white and gray.
  Came out better on one side than the other, so of course it will always be seen here, from the better side haha


Svo í lokin varð ég að skella með einni mynd af ömmugullinu með kúrudúkkuna sína, 
sem varla sér á eftir mikið kúr og knús.
----
And in the end I have to share a picture of the granddaughter with her cuddly-doll,
which still looks grate after so much cuddle and kisses.

En nóg komið í bili,
vona að þið eigið góðan dag.
kær kveðja 
Stína Sæm

Nýtt kaffihús hér í nágrenninu

$
0
0
 Á fallegum degi í vikunni, 
þessum eina sólríka blíðviðrisdegi sem við höfum fengið í vetur,
 skellti ég mér á Stefnumót,
nýtt flott kaffihús sem er hér á næsta götuhorni,
með gott kaffi og notalegt andrúmsloft.














Ef þið eruð í Reykjanesbæ mæli ég með þvi að kíkja á 
Kaffi Stefnumót sem er staðsett við stefnumótastaurinn á Hafnargötunni, 
þennann sem Maggi Kjartans syngur um.

súkkulaði ást á sætum sunnudegi // Chocolate love on sweet sunday, Food styling and food photography inspiration

$
0
0

flott lítil listmanns íbúð

Innlit á heimili í töff, náttúrulegum stíl // cool house in nutreal style

$
0
0
Monday house tour to designer Jytte Lund Pedersen, her husband and their two children, in Danmark.

White and black, mixed with raw wood and clay makes this home cool but yet so warm and cozy,
but the home is inspired from the nature around it.
Simple beautiful raw and nutreal interior.


Mánudagsheimsókn til stílistans Jytte Lund Pedersen og fjölskyldu í Danmörku.
Hvítt og svart í bland við nutral við og leir, gerir þetta heimili alveg einstaklega töff og flott en þó svo hlílegt og notalegt enda er innblasturinn fengin úr nátturunni í kring.











Foto: Morten Holtum
Lesið allt um heimilið á 

See more beautiful homes here / hér getur þú séð fleiri falleg innlit.
Kær kveðja
Stína Sæm


Live with plants

$
0
0
Ég elska að hafa grænar plöntur hér inni hjá mér, 
ástríðan er fremur ný af nálinni... eða kanski bara gömul.

Hér er Amarillis laukurinn minn í aðalhlutverki en ég stóðst það ekki að mynda hann
með virðulegu blöðin sem hann skartar núna eftir blómgunina.



En þessi elska blómstraði svona fallega næstum allann janúar og febrúar.


Ekki skemmir fyrir að sólin er farin að læðast inn um gluggana og lýsa upp heimilið,
já er það ekki bara dásamlegt? ;)

Hafið það sem allra best
kær kveðja
Stína Sæm




Bella notte linens

$
0
0

Ég hef áður deilt með ykkur myndum af dásamlega líninu frá Bella Notte En þær eru bara svo undurfagrar að það er ekki hægt annað en dáðst að þeim.

Svo við skulum skoða nýju línuna frá þeim og bara ýminda okkur að við getum skriðið uppi og kúrt í mjúku og brakandi hreinu rúmfötunum



















Litlir heklaðir fuglar, með uppskrift, sniðugt fyrir byrjendur.

$
0
0

Ég hef rosalega gaman af einföldum og fljótlegum verkefnum,
eins og þessum litlu krúttlegu fuglum.





Þeir eru æðislegt verkefni til að taka með sér,
skella einni dokku af bómullargarni og heklunál í veskið áður en farið er út úr húsi,

og svo enda ég með svona..
fullt af búkum og vængjum sem á eftir að klára að gera að litlum krúttlegum fuglum,
en sem betur fer er ekki mikið að sauma saman og þess vegna elska ég þessa fugla,
bara hekla einn búk, vængi og gogg og setja saman.


Fyrir ykkur sem ekki hafið heklað svona amigurumi fígurur,
þá er alltaf byrjað á galdralykkju og heklað í hring með fastalykkju. 
Kensluvideo frá Garnstudioá:
  galdralykkju, fastalykkju og úrtaka (2 fl saman)

Ég nota bómullargarnið frá Söstrene Grene og nál nr 3

Búkur:
Byrjið á galdralykkju
UMFERÐ 1: Heklið 6 fl í hringinn
UMFERÐ 2: Heklið 2 fl í hverja fl = 12 fl
UMFERÐ 3: * Heklið 1 fl í næstu fl, 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 18 fl.
UMFERÐ 4: Heklið 1 fl í hverja fl = 18 fl.
UMFERÐ 5:* Heklið 1 fl í næstu 2 fl, 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 24 fl.
UMFERÐ 6-8: Heklið 1 fl í hverja fl = 24 fl.
UMFERÐ 9: * Heklið 1 fl í næstu 3 fl, 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 30 fl.
UMFERÐ 10-13: Heklið 1 fl í hverja fl = 30 fl.
UMFERÐ 14: * Heklið 1 fl í næstu 4 fl, 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 36 fl.
UMFERÐ 15-17: Heklið 1 fl í hverja fl = 36 fl.
UMFERÐ 18: * Heklið 1 fl í næstu 4 fl, heklið nú 2 næstu fl saman *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 30 fl
UMFERÐ 19: * Heklið 1 fl í næstu 3 fl, heklið nú 2 næstu fl saman *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 24 fl
Fyllið nú með vatti.
UMFERÐ 20: * Heklið 1 fl í næstu 2 fl, heklið nú 2 næstu fl saman *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 18 fl.
UMFERÐ 21: * Heklið 1 fl í næstu  fl, heklið nú 2 næstu fl saman *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 12 fl.
UMFERÐ 22: Heklið 2 fl saman út umferð = 6 fl.

Vængir x 2
Byrjið á galdralykkju
UMFERÐ 1: Heklið 6 fl í hringinn
UMFERÐ 2: * Heklið 1 fl í næstu fl, 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 9 fl.
UMFERÐ 3: Heklið 1 fl í hverja fl = 9 fl.
UMFERÐ 4: Heklið 1 fl í næstu 3 fl, 2 fl í næstu fl, Heklið 1 fl í næstu 4 fl, 2 fl í næstu fl = 11 fl.
UMFERÐ 5-8: Heklið 1 fl í hverja fl = 11 fl.
 Saumið á búkin í ca 10. umferð.



Goggur:

Byrjið á galdralykkju
UMFERÐ 1: Heklið 4 fl í hringinn
         UMFERÐ 2: Heklið 2 fl í hverja fl = 8 fl
Saumið á búkinn í 9-10 umferð
saumið augu með svörtu garni við 8-9. umferð, nálægt gogginum. 




Ég nota merki sem ég festi í fyrstu lykkju í umferð og færi svo til í hverri umferð, alltaf í fyrstu lykkju hverrar umferðar.
og þá nota ég svona voða fínt bling, en mér finst það bara mun betra en hefðbundið prjónamerki, og svo er það svo mikið flottara ;)





Mér finst rosalega sætt að hengja trékulur í silkiborða neðan i fuglana og láta þá hanga í grein.
Þessir eru í barnaherberginu hjá ömmustelpunni minni, en þá að sjálfsögðu er ekki hægt að leifa litlum krílum að leika sér með þá, þar sem kúlurnar eru ekki safe. 



Ég hef gert fuglana í pastelitum fyrir barnaherbergi og svo td gráa og hvíta,  bara sem hefðbundið heimilisskraut og núna sem páskaunga í hvítu og gulu með appelsinugulann gogg.

Bara um að gera að leika sér  með liti og hafa gaman að þeim.

Gangi ykkur 
kær kveðja 
Stína Sæm




Viewing all 339 articles
Browse latest View live